Leita í fréttum mbl.is

dagur 1 í bloggi

jæja þá, hér verður þá líklega röflað og raupað með reglulegu millibili, að mestu leiti á íslensku þó stöku sletta kunni að laumast með. Um það sem hæst ber í mínu lífi og annarra, innan vissra marka þó. Sem sagt engar kvikindislegar kjaftasögur eða lygar um náungann. Greinilega lítið um að vera í augnablikinu, enda bæði rigning og laugardagur, var þó komin á fætur fyrir hádegi og ryksugaði upp þá geitunga sem höfðu safnast fyrir um nóttina. Það uppgötvaðist nefnilega geitungabú inni í þakskegginu í sumar og þar sem ég uppá mitt einsdæmi ákvað að til þess að útrýma þeim yrði að rífa niður gemsann á húsinu með tilheyrandi veseni og kostnaði ákvað ég að ég myndi bara búa í fjölbýlishúsi í sumar og sjá svo til seinna. Og nú er þetta "seinna" greinilega komið því í miðjum haustlægðunum er þeim greinilega farið að kólna eitthvað og eru farnir að flýja inn til mín og minnar fjölskyldu engum til nokkurrar gleði, nema kannski þeim sjálfum, þangað til raunveruleikinn skellur á þeim ýmist í formi upprúllaðs dagblaðs eða gusu úr úðabrúsa.  Það var samt ekki laust við að smá samviskubits gætti hjá mér þar sem ég horfði á þá engjast eftir eiturgusuna, en so what, þeir máttu búa utan á húsinu okkar en ekki inni í því, þeir verða því ennþá á listanum yfir dýr í útrýmingarhættu að minnsta kosti á þessu heimili. Og fjölskyldan sameinast í útrýmingarherferðinni gagnvart þeim.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Fínt hjá þér Tóta mín  kærar kveðjur í Háholtið mamma

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 20.9.2007 kl. 15:57

2 identicon

Flott síða til lukku með hana.... þetta verður bara skemmtilegt í vetur....

 kveðja Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Til hamingju með síðuna:) Vona að geitungarnir séu komnir undir græna torfu frekar ógeðfelldur stofn að mínu mati:) Kv ERna H

Móðir, kona, sporðdreki:), 21.9.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórunn Óttarsdóttir
Þórunn Óttarsdóttir
höfundur þessa bloggs er í framhaldsnámi sjúkraliða og er bloggsíða þessi hluti af prógramminu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nota bene

Vefsíðgerð í Word

verkefni í UTN

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband