10.10.2007 | 23:51
Ljóð mánaðarins
Styrkur
Sem klettur
Stendur hún styrkum
Fótum í tilveru
Andartaksins
Þótt stormar geysi
Og flokkar stríði
Klettur
Fárviðri martraða
Hana ei glepur
Hún er ljós, hún er styrkur
Sem klettur
Í andartaks tilveru
Hver er styrkur þinn
Vindurinn hrópar
Í kolsvörtum gný næturstormsins
Styrkur minn, hún hvíslar
Styrkur minn er ég sjálf.
(muszka)
Eldri færslur
Nota bene
Vefsíðgerð í Word
verkefni í UTN
Athugasemdir
Það er gaman að lesa ljóðin þín....þau segja mikið..þú endar á að gefa út ljóða- bók..ert þú kannski búin að því ?..Hlakka til að sjá næsta ljóð..... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 11.10.2007 kl. 12:55
Takk Anna Ruth, nei ég er ekki búin að því en hver veit hvað maður á eftir að gera.
Þórunn Óttarsdóttir, 11.10.2007 kl. 17:23
Fallegt ljóð....hef svolítið gaman að pæla í ljóðum og reyna að skilja þýðingu þeirra:) Enn og aftur flott ljóð kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 16.10.2007 kl. 13:48
takk Erna, ég hef gaman af ljóðum bæði að setja þau saman og eins að lesa annarra, skoða ólík form og innihald þau geta miðlað svo miklu, bæði sögum og tilfinningum. það væri kannski spurning um að prófa að skrifa ljóð úr brosköllum.....
Þórunn Óttarsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.