Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

LJÓÐ MÁNAÐARINS

Dimmir dalir

 

Dimmir dalir víða

leynast,

brattar brekkur

urð og grjót.

Liggur einn með brotinn fót.

Kuldi, frost

og dimmar nætur

bjóða honum þröngan kost,

býður hann þess aldrei bætur.

(Muszka) 


BÚIN AÐ FATTA

það kviknaði loksins á perunni, búin að fatta þetta með bloggvinina,Happy nú er bara að bíða og sjá hvort maður verður samþykktur, hope so.

FYRSTA BLOGGVERKEFNIÐ SAMKVÆMT SÍÐU SVANHILDAR

ÞAÐ SEM PIRRAR MIG MEST.............AÐ KUNNA EKKI AÐ NÁ Í BLOGGVINICrying

.........................................AÐ HAFA EKKI ÞÝSKA STAFI Á LYKLABORÐINUCool

.........................................AÐ ÞAÐ SKULI VERA ROK OG RIGNING NÚNA.Pinch

ÞAÐ VÆRI SNIÐUGT EF TIL VÆRI........ALGJÖRLEGA SJÁLFVIRK RYKSUGAGetLost

...................................................................SJÁLFHREINSANDI KLÓSETT.W00t

......................................................SJÁLF - FYLLANDI FERSKT HLAÐBORÐHappy

AF HVERJU ER EKKI BOÐIÐ UPP Á.............................STOÐKENNARANN??Alien

...............................................FRÍAN AÐGANG Í SUND MEÐ SKÓLANUM??Shocking

.......................................................NÚ EÐA ÞÁ LÍKAMSRÆKT EÐA JÓGA??Heart


NÝR DAGUR RISINN.....

já einmitt, nýr dagur með fullt af verkefnum og þetta líka skemmtilega rok fyrir utan húsið, það er stundum gott að hafa veggi. Annars er það nú helst á döfinni í dag, að þrífa húsið, renna yfir lol og sál ásamt því að læra þýskar sagnir og taka fyrsta sagnaprófið í kvöld. Og ef allt gengur eins og það á að ganga þá verður byrjað á vefsíðuverkefninu í utn. og by the way, stelpur getur einhver ykkar sent mér " uppskriftina" af "hvernig á að ná sér í bloggvini". Ég er ekki að fatta hlutina..........


dagur 1 í bloggi

jæja þá, hér verður þá líklega röflað og raupað með reglulegu millibili, að mestu leiti á íslensku þó stöku sletta kunni að laumast með. Um það sem hæst ber í mínu lífi og annarra, innan vissra marka þó. Sem sagt engar kvikindislegar kjaftasögur eða lygar um náungann. Greinilega lítið um að vera í augnablikinu, enda bæði rigning og laugardagur, var þó komin á fætur fyrir hádegi og ryksugaði upp þá geitunga sem höfðu safnast fyrir um nóttina. Það uppgötvaðist nefnilega geitungabú inni í þakskegginu í sumar og þar sem ég uppá mitt einsdæmi ákvað að til þess að útrýma þeim yrði að rífa niður gemsann á húsinu með tilheyrandi veseni og kostnaði ákvað ég að ég myndi bara búa í fjölbýlishúsi í sumar og sjá svo til seinna. Og nú er þetta "seinna" greinilega komið því í miðjum haustlægðunum er þeim greinilega farið að kólna eitthvað og eru farnir að flýja inn til mín og minnar fjölskyldu engum til nokkurrar gleði, nema kannski þeim sjálfum, þangað til raunveruleikinn skellur á þeim ýmist í formi upprúllaðs dagblaðs eða gusu úr úðabrúsa.  Það var samt ekki laust við að smá samviskubits gætti hjá mér þar sem ég horfði á þá engjast eftir eiturgusuna, en so what, þeir máttu búa utan á húsinu okkar en ekki inni í því, þeir verða því ennþá á listanum yfir dýr í útrýmingarhættu að minnsta kosti á þessu heimili. Og fjölskyldan sameinast í útrýmingarherferðinni gagnvart þeim.

Höfundur

Þórunn Óttarsdóttir
Þórunn Óttarsdóttir
höfundur þessa bloggs er í framhaldsnámi sjúkraliða og er bloggsíða þessi hluti af prógramminu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nota bene

Vefsíðgerð í Word

verkefni í UTN

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband